Hráefnadeild
Hráefnadeildin sér um framleiðslu á steinefnum í malbik og til sölu til annarra aðila.
Framleiðsluferli
Við framleiðslu á steinefnum í grjótmulningsstöð fer aðflutt hráefni (grjót og möl) í gegnum samstæðu af brjótum og sigtum. Samstæðan samanstendur af matara, kjálkabrjót, 2 keilubrjótum, hverfibrjót, 4 sigtakössum með 7 sigtum og fjölda færibanda. Afköst eru 50-70 tonn/klst. Breytilegt er hvaða leið hráefnið fer í gegnum brjóta og sigti, en það ræðst einkum af uppruna efnisins og stærðum sem verið er að framleiða.
Steinefnagerðir
Hráefnadeildin framleiðir steinefni til sölu af steinastærð: 11/16 mm, 8/11 mm, 5/8 mm, 0/8 mm, og 0/4 mm og skulu þær standast kröfur CEN staðla.
Nánari upplýsingar veitir Theadór Welding deildarstjóri hráefnadeildar. Tölvupóstur: doriw@malbik.is, sími: 696-5843