Gæðastefna 

Malbikunarstöðin Höfði hf., er traust fyrirtæki, sem vinnur stöðugt að endurbótum á framleiðsluvörum sínum, þjónustu og framkvæmdum á vegum fyrirtækisins.
Fyritækið fer að lögum og reglugerðum og framfylgir stöðlum varðandi framleiðsluvörur sínar. Fyrirtækið selur viðskiptavinum sínum góða vöru og veitir þeim jafnframt góða þjónustu og uppfyllir þannig kröfur og óskir viðskiptavina sinna sem best hverju sinni.
Fyrirtækið stefnir að því, að uppfylla kröfur samkvæmt ISO 9001 staðli og jafnframt hefur fyrirtækið það að markmiði, að framleiðsluvörur þess uppfylli allar gæðakröfur, sem gerðar eru samkvæmt CEN-stöðlum.
 Einnig stefnir fyrirtækið að því, að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru í útboðslýsingum ýmissa verkkaupa og jafnframt stefna á, að öll mæld gildi séu innan marka þeirra krafna, sem gerðar eru yfirleitt. Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir að því að hafa yfir að ráða hæft starfsfólk sem tekur þátt í að framfylgja þeim gæðakröfum, sem þjónusta og framleiðsluvörur fyrirtækisins þurfa að uppfylla.
Fyrirtækið stefnir að því að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og spara hráefni. Ennfremur að fræða starfsmenn til að vinna verk sinn á umhverfisvænan hátt. 

Gæðamarkmið 

Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir á að frávik séu ekki meiri en 5 % frá umbeðinni þykkt útlags malbiks að meðaltali. Malbikunarstöðin Höfði hf. ætlar að auka framleiðslu á endurnýttu malbiki.