Fyrirtækið

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins á árinu 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki Malbikunarstöð- og Grjótnám Reykjavíkurborgar í eitt hlutafélag. Malbikunarstöðin Höfði hf. rekur grjótmulningsstöð og 2 malbikunarstöðvar, leggur út malbik og annast hálkueyðingu og snjómokstur. 

Fyrirtækið framleiðir malbik og steinefni í samræmi við Alverk95 og ÍST EN staðla. Til að tryggja örugga og varanlega vegi leggur fyrirtækið mikinn metnað í rannsóknir og þróun. Malbikunarstöðin Höfði hf. er með vottað gæðakerfi samkvæmt ÍST EN ISO 9001 staðli og ÍST EN ISO 14001 umhverfisstaðli. Fyrirtækið stefnir að því að uppfylla kröfur samkvæmt  OHSAS 18000 öryggisstaðli. Framleiðsluvörur fyrirtækisins, bæði malbik og steinefni, eru CE merktar og vottaðar af viðurkenndan vottunaraðila innan ESB. British Standard (BSI) er okkar vottunaraðili. Á árinu 2006 voru fest kaup á nýrri flytjanlegri malbikunarstöð af gerðinni Benninghoven MB 160/TBA 200-K. 

Með komu nýju stöðvarinnar varð fyrirtækið margfalt öflugra og betur í stakk búið að sinna fjölbreytilegum verkefnum, stórum sem smáum. Malbikunarstöðin Höfði er þjónustufyrirtæki sem framleiðir og leggur út malbik í sem bestum gæðum, sem henta hverju sinni. Fyrirtækið er með úrval sérhæfðra starfsmanna sem veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf varðandi verkefni og úrbætur fyrir viðskiptavini. Malbikunarstöðin Höfði hf. er framarlega í tækniþróun sem miðar að því að lágmarka mengun og vinnur að umhverfisvænum lausnum. Síðan á fjórða áratug seinustu aldar hefur fyrirtækið lagt malbik á vegi af fagmennsku, sem byggir á reynslu og þekkingu. Við munum nýta starfsreynslu okkar við að móta þínar samgöngur.