Framkvæmdadeild 

Framkvæmdadeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. annast útlögn malbiks og vetrarþjónustu. 

Útlögn malbiks 

Deildinni tilheyra vélar og tæki til malbiksútlagnar. Það eru útlagnavélar, valtarar, fræsarar, bílar af ýmsum gerðum auk annarra tækja. Athafnasvæðið er suður og vesturland.

Vetrarþjónusta 

Deildinni tilheyra vörubifreiðar sem eru útbúnar fyrir hálkueyðingu og snjóruðning. Allar eru útbúnar með saltkassa, snjótennur og ferilskráningarkerfi. Auk þess eru annars konar tæki sem henta til vetrarþjónustu til staðar. 

Fyrirtækið gekk frá samningi við Reykjavíkurborg um vetrarþjónustu gatna í Reykjavík frá árunum 2015 til 2018. Einnig gekk fyrirtækið frá samningi við Vegagerð um vetrarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2014-2019.

Hér má sjá lista yfir bifreiðar og tæki í eigu Malbikunarstöðvarinnar Höfða. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sigurmundsson deildarstjóri framkvæmdadeildar. Tölvupóstur: olafur@malbik.is, sími: 696 5853