Vottunarkröfur:

Malbikunarstöðin Höfði hf er með vottað gæðakerfi, ISO 9001, frá árinu 2013. Gæðakerfið á að tryggja að varan sé í samræmi við kröfur sem kaupandi gerir. Fyrirtækið hefur sett gæðastefnu og gæðamarkmið um að framleiðsla þess standist gæðakröfur. Gæðaeftirlit er með framleiðsluferli vörunnar og gerðar eru kvörðunarskýrslur.
Staðlaðar prófanir eru viðhafðar í framleiðsluferlinu. Gæðaskráningar eru virkar. Starfsfólk er jafnframt þjálfað til að vinna í samræmi við gæðakerfið.