Opnunartími
- Mán - Fim
- 8:00-17:00
- Fös
- 8:00-15:00
Malbikunarstöðin Höfði stundar malbiksframleiðslu og útlagningu, efnissölu og verktöku. Grjótmulningur, sala á ofaníburði og öðru möluðu steinefnum
Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins á árinu 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki, Malbikunarstöð- og Grjótnám Reykjavíkurborgar, í eitt hlutafélag og var markmið sameiningarinnar að sameina stofnsetta aðferðafræði fyrirtækisins og nýjar áherslur í vegavinnu.
Malbikunarstöðin Höfði hf. er framsækið fyrirtæki sem er með vottun á ISO 9001 gæðastaðli, ISO 14001 umhverfisstaðli og ISO 45001 öryggisstaðli. Gæðakerfin eiga að tryggja að varan sé í samræmi við kröfur sem kaupandi gerir. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðsluferli vörunnar sem er samkvæmt stöðluðum prófunum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrirtækið hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.