OKKAR VEGIR, YKKAR VELFERÐ

Malbikunarstöðin Höfði stundar malbiksframleiðslu og útlagningu, efnissölu og verktöku. Grjótmulningur, sala á ofaníburði og öðru möluðu steinefnum


Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins á árinu 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki, Malbikunarstöð- og Grjótnám Reykjavíkurborgar, í eitt hlutafélag og var markmið sameiningarinnar að sameina stofnsetta aðferðafræði fyrirtækisins og nýjar áherslur í vegavinnu.
Malbikunarstöðin Höfði hf er með vottað gæðakerfi, ISO 9001, frá árinu 2013 og ISO 14001, frá árinu 2015. Gæðakerfið á að tryggja að varan sé í samræmi við kröfur sem kaupandi gerir. Fyrirtækið hefur sett gæðastefnu og gæðamarkmið um að framleiðsla þess standist gæðakröfur. Gæðaeftirlit er með framleiðsluferli vörunnar og gerðar eru kvörðunarskýrslur. Staðlaðar prófanir eru viðhafðar í framleiðsluferlinu. Gæðaskráningar eru virkar. Starfsfólk er jafnframt þjálfað til að vinna í samræmi við gæðakerfið.