Framleiðsludeild

 

Framleiðsludeildin annast framleiðslu á malbiki og blöndun á bindiefni fyrir klæðingar.

Framleiðsla malbiks

Segja má að hægt sé að framleiða nánast þá gerð sem kaupandi óskar eftir svo framarlega sem hráefni er til staðar og útbúnaður gerir það mögulegt.

Starfsmenn Malbikunarstöðvarinnar Höfða  hf. veita upplýsingar og ráðgjöf um það hvaða malbiksgerðir eiga best við hverju sinni.

Á hverju ári eru framleiddar fjöldi malbiksgerða en þróaðar hafa verið nýjar malbiksgerðir á síðustu árum. Þær skiptast í nokkrar megintegundir sem skulu uppfylla kröfur í samræmi við skilgreiningar á Gæðastjórnunarkerfinu, Umhverfisstjórnunarkerfinu og CE merkingum á malbiki.

Malbikunarstöðvar

Fyrirtækið rekur 2 malbikunarstöðvar. ViaNova stöðin frá árinu 1972 getur afkastað um 170 tonnum á klukkustund við góðar aðstæður. Framleiðslurás stöðvarinnar er tölvuvædd og er hún útbúin nýjasta búnaði á markaðnum. Benninghoven stöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Stöðin er færanleg og afkastar 120-160 tonnum á tímann. Framleiðsla stöðvanna er tölvustýrð.

 

____________________________________________________________________________________________________________________ 

Nánari upplýsingar

 

Nafn: Theodór Welding

Starfsheiti: Deildarstjóri framleiðsludeildar

Tölvupóstur: doriw@malbik.is

Sími: 6965843

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>